Viðburðir

SVört blúnda gróska

Svört blúnda - María Rún sýnir í Gróskusal 23.3.2024 - 7.4.2024 13:00 - 17:00 Gróskusalurinn

Sýningin er opin alla daga til 7. apríl frá kl. 13-17

Lesa meira
 

Urriðaholtsskóli- Fjölskyldustund í bókamerkjagerð 6.4.2024 12:00 - 14:00 Urriðaholtsskóli

Fjölskyldustund fyrsta laugardag í mánuði á vegum Bókasafns Garðabæjar. Verið velkomin á notalega stund þar sem við föndrum saman skemmtileg og skrautleg bókamerki. Laugardaginn 4.maí á milli klukkan 12 og 14.

Lesa meira
 

Klassíski leshringurinn 9.4.2024 10:30 - 12:00 Bókasafn Garðabæjar

Fjallað verður um stuttar bækur, undir 200 blaðsíðum að lengd, sem kalla má nóvellur, en þær hafa rutt sér nokkuð til rúms síðustu ár.

Lesa meira
 

Fimmtudagsfjörið í Urriðaholtsskóla 18.4.2024 16:00 - 18:00 Urriðaholtsskóli

Þriðja fimmtudag í mánuði á vegum Bókasafns Garðabæjar

Lesa meira
 

Bæjarstjórnarfundur 18.4.2024 17:00 - 19:00 Sveinatunga

Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir.

Lesa meira
 

Fróðleiksmoli: Hvernig getum við gert hreyfingu skemmtilegri - Arnar Péturs fræðir gesti 23.4.2024 17:30 - 18:30 Bókasafn Garðabæjar

Bókasafn Garðabæjar fær Arnar Péturs í heimsókn

Lesa meira
 
Sumardagurinn fyrsti

Sumardagurinn fyrsti 25.4.2024 14:00 Miðgarður

Skemmtidagskrá á Sumardaginn fyrsta í Garðabæ fimmtudaginn 25. apríl

Lesa meira
 

Barnamenningarhátíð: Dr. Bæk 27.4.2024 11:00 - 13:00 Garðatorg - miðbær

Ástandsskoðun og þrautabraut frá Dr. Bæk

 

Barnamenningarhátíð: Forsetinn minn 27.4.2024 11:00 - 15:00 Bókasafn Garðabæjar

Sýningin Forsetinn minn verður á Bókasafni Garðabæjar en það eru 5 ára nemendur Sjálandsskóla og Barnaskóla Hjallastefnunnar sem hafa unnið sýninguna.

 

Barnamenningarhátíð: Draugafræðsla 27.4.2024 12:00 Bókasafn Garðabæjar

Hræðilegar, áhugaverðar og fyndnar draugasögur. 

Klukkan 12 hefst Draugafræðsla á Bókasafninu með Björk Bjarnadóttur þjóðfræðingi sem segir hræðilegar, áhugaverðar og fyndnar draugasögur og allir þátttakendur fá afhentan galdrastafinn Salómons innsigli sem er sterk vörn gegn draugum. Allir ættu því að vera öryggir eftir þessa æsispennandi fræðslu.

 

Barnamenningarhátíð: Eldblómahaf 27.4.2024 12:00 - 17:00 Hönnunarsafn Íslands

Sýningin Eldblómahaf í Hönnunarsafni Íslands. Allir nemendur í 4. bekk í grunnskólum Garðabæjar eiga veg og vanda að sýningunni sem unnin er í smiðjum með danshöfundinum Siggu Soffíu og hönnuðinum Siggu Sunnu.

 

Barnamenningarhátíð: Eldblóm x Þykjó 27.4.2024 13:00 - 15:00 Hönnunarsafn Íslands

Eldblómasmiðja í Hönnunarsafninu þar sem Þykó eldblóm verða til úr ullargarni, silkipappír og allskonar fjölbreyttum efniviði. 

Lesa meira
 

Barnamenningarhátíð: Kíkjum inn í fortíðina 27.4.2024 14:00 Minjagarðurinn Hofsstöðum

Í Minjagarðinum á Hofsstöðum gefst fjölskyldum færi á að skyggnast inn í fortíðina með Dagrúnu Ósk þjóðfræðingi sem leiðir pælingar um lífið í landnámsbænum sem stóð á Hofsstöðum. 

 

Barnamenningarhátíð: DANSPARTÝ 27.4.2024 15:00 Garðatorg - miðbær

Dansað um heiminn!
Komdu og dansaðu með Friðriki Agna og Önnu Claessen á Garðatorgi!