Sveitarstjórnarkosningar

Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar laugardaginn 14. maí 2022.

Kjörfundur vegna kosninga til bæjarstjórnar Garðabæjar stóð yfir laugardaginn 14. maí 2022 frá kl. 09:00 til kl. 22:00. Kjörstaðir voru í íþróttamiðstöðinni Mýrinni við Skólabraut og Álftanesskóla við Breiðumýri.

Lokatölur úr sveitarstjórnarkosningum í Garðabæ - frétt
Kjörsókn yfir daginn - frétt.

Upplýsingar um sveitarstjórnarkosningarnar má finna á kosningavef stjórnarráðsins, kosning.is. 

Auglýsing um kjörskrá Garðabæjar

Framboð fyrir sveitastjórnarkosninga í Garðabæ

Yfirkjörstjórn Garðabæjar hefur veitt viðtöku fimm framboðum til sveitarstjórnarkosninga í Garðabæ sem fram eiga að fara laugardaginn 14. maí nk.

Framboðin hafa öll verið úrskurðuð gild en þau eru:

B – listi Framsóknarflokksins
C – listi Viðreisnar
D – listi Sjálfstæðisflokksins
G – listi Garðabæjarlistans
M – listi Miðflokksins

Nánari upplýsingar um frambjóðendur listanna má finna hér

Kjörskrá Garðabæjar

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga er fram eiga að fara laugardaginn 14. maí 2022 mun liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Garðabæjar í Ráðhúsinu við Garðatorg, frá og með 22. apríl 2022 til kjördags.

Á kjörskrá skal taka þá sem uppfylla skilyrði 4. gr. kosningalaga nr. 112/2021 og skráðir eru með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár miðað við 6. apríl 2022.

Eftirfarandi skilyrði þarf að uppfylla:

  1. Að vera íslenskur ríkisborgari.
  1. Að vera 18 ára þegar kosning fer fram.
  1. Að vera danskur, finnskur, norskur og sænskur ríkisborgari óháð búsetutíma.
  1. Að vera erlendur ríkisborgari með 3 ára samfellda búsetu (lögheimili) á Íslandi

Námsmenn o.fl. sem dvelja á hinum Norðurlöndunum hafa hér kosningarrétt enda hafi þeir sótt um það rafrænt til Þjóðskrár Íslands að vera teknir á kjörskrá.

Athugasemdum við kjörskrá skal samkvæmt 32. gr. kosningalaga nr. 112/2021 beint til Þjóðskrár Íslands sem tekur þær þegar til meðferðar og gerir viðeigandi leiðréttingar. Slíkar leiðréttingar má gera fram á kjördag.

Kjörfundur í Garðabæ - kjörstaðir

Kjörfundur vegna kosninga til bæjarstjórnar Garðabæjar, er fram eiga að fara laugardaginn 14. maí 2022, verður í íþróttamiðstöðinni Mýrinni við Skólabraut og Álftanesskóla við Breiðumýri.

Í íþróttamiðstöðinni Mýrinni við Skólabraut verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.

I. Kjördeild Aftanhæð – Brekkubyggð

II. Kjördeild Brekkugata - Garðatorg

III. Kjördeild Gilsbúð - Holtsvegur 18

IV. Kjördeild Holtsvegur 23 - Kjarrás

V. Kjördeild Kjarrmóar - Ljósamýri

VI. Kjördeild Lyngás - Njarðargrund

VII. Kjördeild Norðurbrú - Strandvegur

VIII . Kjördeild Strikið - Ögurás


Í Álftanesskóla við Breiðumýri verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.

I. Kjördeild Asparholt – Lambhagi

II. Kjördeild Litlabæjarvör – Þóroddarkot

(Húsanöfn)

Sjá nánari upplýsingar um einstaka götur á vef Garðabæjar gardabaer.is

Íslenskir námsmenn sem búsettir eru á Norðurlöndum og sótt hafa um að verða teknir á kjörskrá og áttu síðast lögheimili hér á landi í Sveitarfélaginu Álftanesi eða Garðabæ eru allir á kjörskrá í I. kjördeild í íþróttamiðstöðinni Mýrinni.

Kjörfundur mun hefjast kl. 09:00 og standa til kl. 22:00.

Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í íþróttamiðstöðinni Mýrinni á meðan á kjörfundi stendur og hverfiskjörstjórn Álftaness verður með aðsetur í húsnæði Álftanesskóla.
Símanúmer yfirkjörstjórnar á kjördag er 898 7525. Netfang yfirkjörstjórnar er kjorstjorn@gardabaer.is  

Talning atkvæða fer fram í Urðarbrunni, hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ.

Yfirkjörstjórn Garðabæjar

Kjördeildir og götur fyrir sveitastjórnarkosningar -Álftanes

Kjördeildir og götur fyrir sveitastjórnakosningar -Mýrin

Utankjörfundaratkvæði innanlands

Upplýsingar um utankjörfundaratkvæðagreiðslu innanlands er að finna á vef sýslumanna syslumenn.is. Hér má finna upplýsingar um kjörstaði og opnunartíma þeirra https://island.is/s/syslumenn/kosningar.

Sérstaklega er vakin athygli á því að við embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram á 2. hæð í Holtagörðum í Reykjavík.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu vegna kosninga til sveitarstjórna sem fram fara 14. maí 2022 hefst þann 15. apríl nk. og fer eingöngu fram í Holtagörðum á 2. hæð.

Opnunartími:
15. - 16. apríl, kl. 11:00 - 14:00
19. apríl - 1. maí, kl. 10:00 - 20:00
2. maí - 13. maí, kl. 10:00 - 22:00

Á kjördag laugardaginn 14. maí verður opið frá kl. 10:00 - 17:00 fyrir kjósendur sem eru á
kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna íbúakosningar í Sveitarfélaginu Hornafirði sem fram
fer samhliða kosningum til sveitastjórna fer einnig fram á fyrrgreindum stað og
tímasetningum.


Auglýsing um framboðsfrest til bæjarstjórnarkosninga í Garðabæ

FRÁ YFIRKJÖRSTJÓRN GARÐABÆJAR

Framboðsfrestur til bæjarstjórnarkosninga í Garðabæ, er fram eiga að fara laugardaginn 14. maí 2022, rennur út kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022.
Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum föstudaginn 8. apríl nk. kl. 11:00-12:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Sveinatungu við Garðatorg.
Í samþykktum um stjórn Garðabæjar nr. 773/2013 kemur fram að bæjarstjórn Garðabæjar skuli skipuð ellefu fulltrúum.
Á framboðslista þurfa því að vera að minnsta kosti 11 nöfn og að hámarki 22 nöfn. Enginn má bjóða sig fram á nema einum lista.

Hverjum framboðslista skal fylgja:

  • Staðfesting á skráðu heiti og listabókstaf nýrra stjórnmálasamtaka.
  • Yfirlýsing allra þeirra sem eru á listanum um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann, undirrituð eigin hendi.
  • Tilkynning frá þeim stjórnmálasamtökum sem boðið hafa fram listann um það hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans sem taki við athugasemdum um ágalla sem kunna að vera á framboðinu.

Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum i Garðabæ. Tilgreina skal nafn meðmælanda, lögheimili hans og kennitölu. Hver kjósandi má einvörðungu mæla með einum lista við hverjar kosningar. Meðmælendur þurfa að vera að lágmarki 80 en að hámarki 160.


Yfirkjörstjórn fer þess á leit við forsvarsaðila framboða að afhenda jafnframt meðmælalista á excel skrá þar sem fram koma nöfn meðmælenda, kennitala og lögheimili.

Varðandi nánari skilyrði og fyrirmæli um framboð er vísað til VII. kafla kosningalaga nr. 112/2021.

Garðabæ, 14. mars 2022
Yfirkjörstjórn Garðabæjar