Fjárhagsáætlun 2024- ábendingar íbúa

Íbúum Garðabæjar gefst kostur á að senda inn ábendingar og tillögur vegna fjárhagsáætlunargerðar fyrir árin 2024-2026. Allar ábendingar verða teknar til skoðunar á milli umræðna í bæjarstjórn. 
Frestur til að senda inn ábendingar er til og með 3. nóvember nk. 

SAMRÁÐSGÁTT FYRIR ÍBÚA UM FJÁRHAGSÁÆTLUN GARÐABÆJAR

  • Við innskráningu má sjá ferninga fyrir sjö mismunandi yfirflokka, og má setja þar undir ábendingar og tillögur í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar Garðabæjar. Áttundi flokkurinn er merktur „Annað“ og þar má leggja fram tillögur sem ekki eiga heima undir yfirflokkunum sjö.
  • Einnig má ræða og færa rök fyrir og gegn ábendingum sem búið er að setja inn.


Ábendingar geta t.d. snúið að:

  • Tillögum til hagræðingar í starfsemi Garðabæjar
  • Nýjum verkefnum sem bærinn ætti að sinna
  • Verkefnum sem leggja þarf áherslu á í starfsemi bæjarins


Þátttaka í samráðsgáttinni er valkvæð og vinnsla þeirra upplýsinga sem safnast byggir á samþykki þátttakenda sem gefið er við innskráningu.

Einnig er hægt að senda inn ábendingar um fjárhagsáætlun í gegnum skráningarform á vef Garðabæjar: Innsendingarform á vef Garðabæjar vegna ábendinga má finna hér.