Hnoðraholt norður

Einstök staðsetning og náttúra í Hnoðraholti norður

Hnoðraholt norður er í góðri tengingu við nærliggjandi þjónustu og fyrirhugaður leik- og grunnskóli verður staðsettur miðsvæðis í hverfinu. 

Um háholtið hringast fjölbreytt og vönduð byggð fjölbýlis og sérbýlis með einstöku útsýni. Lögð er áhersla á að íbúar njóti nærliggjandi umhverfis og náttúrugæða með vönduðum almenningsrýmum og góðri tengingu við nærliggjandi svæði. 

Hnoðraholtið er íbúðahverfi með áherslur á fjölbreyttar húsagerðir sem falla vel að núverandi byggð. Hverfið mun taka mið af anda staðar og þeirra umhverfisgæða sem Hnoðraholtið býður upp á til að tryggja lífsgæði íbúa.

Hnoðraholtið er einstaklega vel staðsett hverfi þar sem íbúar á öllum aldri geta notið þeirra gæða sem hverfið sjálft og aðliggjandi svæði bjóða upp á. Lögð er áhersla á góðar samgöngutengingar fyrir akandi, hjólandi og gangandi vegfarendur.


Hnodraholt-Nordur-2-afangi-allt-holtid


Sala byggingarréttar: 

Fasteignasalan Torg , Garðatorg eignamiðlun, Fasteignasalan Miklaborg og Fasteignamarkaðurinn munu annast sölu á byggingarrétti lóðanna fyrir Garðabæ og veita upplýsingar vegna tilboðsgerðar.  

Í þessum 2. áfanga setur bærinn á sölu byggingarrétt fyrir 1 parhúsalóð , 10 raðhúsalóðir, 23 einbýlishúsalóðir og 5 fjölbýlishúsalóðir. 

Á kortavef Garðabæjar má finna upplýsingar um lausar lóðir. Í felliglugga hægra megin er ýtt á "lausar lóðir" og birtast þá þær lóðir sem eru lausar til úthlutunar að þessu sinni, hver lóðartegund hefur sinn einkennislit. 

  • Jarðvegsvinna og gatnagerð á svæðinu er á lokametrunum. 
  • Reikna má með að nýir lóðarhafar muni hefja uppbyggingu í upphafi næsta árs og að íbúar geti flutt inn 2025. 

Breeam vottun

Samhliða deiliskipulagsvinnu Hnoðraholts norður var unnið að því að umhverfisvotta deiliskipulagið samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu Breeam Communities
Með umhverfisvottun skipulags er tryggt að umhverfisáhrif skipulags sem og samflot þess við nærliggjandi umhverfiseinkenni sé í forgangi.


Tilboðsgerð

  • Tilboð í byggingarrétt lóðanna þurfa að berast til fasteignasala fyrir kl. 12:00 föstudaginn
    17. nóvember 2023 og gilda til kl. 12:00 fimmtudaginn 23. nóvember 2023.
  • Tilboð verða opnuð og tekin fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar kl. 08:00 þriðjudaginn 21. nóvember 2023.
  • Fasteignasalan Torg , Garðatorg eignamiðlun, Fasteignasalan Miklaborg  og Fasteignamarkaðurinn annast sölu á byggingarrétti lóðanna fyrir Garðabæ og veita allar upplýsingar vegna tilboðsgerðar.   


Frekari upplýsingar:


Vakin er athygli á því að götuheitum í greinargerð Hnoðraholts norður hefur verið breytt. 

  • Ýlisholt heitir nú Útholt
  • Það sem áður hét Útholt heitir nú Stekkholt.
  • Uppfærsla á greinargerð er í vinnslu.