Svör við ábendingum um fjárhagsáætlun 2020

Íbúum Garðabæjar gafst tækifæri til að senda inn ábendingar og tillögur haustið 2019 vegna fjárhagsáætlunargerðar Garðabæjar fyrir árin 2020-2023.

Allar ábendingar voru teknar til skoðunar á milli umræðna í bæjarstjórn í nóvember 2019. Samþykkta fjárhagsáætlun Garðabæjar má sjá hér.

ATH. Svör við ábendingum eru birt með fyrirvara um breytingar, m.a. vegna áhrifa og aðgerða í tengslum við COVID-19.

Umhverfi

Brotin gangstéttarbrún

Ábending

Að laga gangstéttarbrúnina við ,hafnarfjarðargatnamótin' rétt fyrir neðan Fjarðarkaup. Brúnin er brotin, en það gerir hjólreiðafólki óþarflega erfitt fyrir að fara þarna um.

Rökstuðningur

Brúnin þarna getur auðveldlega sprengt dekk á hjólum. Maður þarf að eyða lengri tíma á umferðargötunni en manni finnst þægilegt; þar sem nauðsynlegt er að fara hægt og hálflyfta hjólinu þarna upp til að fá ekki sprungið dekk.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Hún fellur undir almennt viðhald gatna og gangstétta samkvæmt fjárhagsáætlun. Ábendingu komið á framfæri við þjónustumiðstöð.

Trjágróður á lóðamörkum.

Ábending

Víðast hvar hefur gróður vaxið svo mikið að ekki er hægt að ganga á göngustígum. Setja upp ábendingarvef inni á garðabær.is til að koma slíkum hugmyndum á framfæri.

Rökstuðningur

Getur verið varasamt að fá trjágreinar í andlitið

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Hún verður send áfram til skoðunar hjá tækni- og umhverfissviði og upplýsingadeild Garðabæjar. Nú þegar er hægt að senda inn almennar ábendingar á vef Garðabæjar. Garðyrkjudeild skoðar gróður á lóðarmörkum á hverju vori og sendir póst á þá aðila til að bregðast við. Starfsmenn hafa einnig farið og klippt gróðurinn á kostnað íbúans.

Göngustígur við Seinakur.

Ábending

Klára göngustíg eftir Seinakri.

Rökstuðningur

Þrátt fyrir að hús við Seinakur hafi staðið þar í nokkur ár núna hefur göngustígur meðfram götunni ekki enn verið kláraður. Þetta skapar óþarfa hættu fyrir gangandi vegfarendur sem þurfa að labba úti á miðri götu.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Almennt eru gangstéttir ekki steyptar við óbyggðar lóðir þar sem líkur eru á að þær brotni þegar byggingarfrakvæmdir hefjast. Ábendingin verður send til skoðunar tækni- og umhverfissviðs.

Malbikaður göngustígur frá Hæðarbraut að skólagörðum.

Ábending

Útbúa malbikaðan göngustíg að skólagörðum í Hæðahverfi til að tengja við aðra göngustíga sem eru þar fyrir.

Rökstuðningur

Auðvelda gangandi vegfarendum að komast leiðar sinnar.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Henni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2020.

Bæta lýsingu við göngustíg Silfurtún

Ábending

Göngustígurinn meðfram Silfurtúninu nær Reykjavíkurvegi er óupplýstur og lýsing annarsstaðar frá dugar ekki vel.

Rökstuðningur

Það ganga og hjóla margir þarna og þegar mikið myrkur er sést fólk illa. Lýsingin hættir við neðri hluta Aratúns og er engin alla leið upp Litlatúni.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Henni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2020.

Tengja saman göngustíga við Vífilsstaði

Ábending

Það vantar göngustíg að Vílisstöðum; leikskólanum Litlu Ásum og Barnaskólanum

Rökstuðningur

Vandræðalegt hvernig göngustígurinn bara hverfur á kafla þarna svo börnin þurfa að labba á götunni

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Henni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2020.

Tengja saman göngu/hjólastígana við Hofakur.

Ábending

Lagfæring á hjólastígum Garðabæjar

Rökstuðningur

Göngustígurinn meðfram Hofakri hverfur á kafla; svo þeir sem ætla að hjóla upp á Arnarnesveginn þurfa á kafla fara út á bílagötuna. Þarna mætti Garðabær klára að tengja stíginn frá hringtorginu í átt að Arnarnesbrúnni. Það vantar bara svona 50 metra!

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Framkvæmdin er í vinnslu með samgöngusáttmála ríkis og sveitafélag. Verið er að stilla upp framkvæmdaráætlun til næstu ára og er ábendingin send til skoðunar hjá tækni- og umhverfissviði.

Stór hluti skóps á Álftanesi fer óhreinsað á friðaðar fjörur

Ábending

Fjármagna þarf úrbætur í fráveitumálum á Álftanesi í samræmi við kröfur í gildandi reglugerð um fráveitur og skólp. Fyrir liggur áætlun um byggingu hreinsistöðvar og nýjar skólplagnir þannig að allt skóp sé hreinsað. Þetta þarf að setja á framkvæmdaáætlun ársins 2020. Hreinsa þarf friðaðar fjörur Álftaness; við Skógtjörn, Hákotsvör, við Kasthúsatjörn og Blikastíg af bakteríumenguðu skólpi og úrgangi sem því fylgir.
Fráveita fyrir skólp á Álftanesi stenst ekki gildandi reglugerð um fráveitur og skólp. Þrátt fyrir það hefur litlu sem engu fjármagni verið eytt í að bæta ástandið síðustu ár. Bakteríumenguðu skólpi er veitt á friðaðar útivistarfjörur víðast hvar á Álftanesi og eini útrásarstúturinn sem stenst kröfur er við Hrakhólma. Skv. frétt RÚV 11. 7 2017 fer 70% af skólp þar um en 30% af skólps á Álftnesi fer í rotþrær og þaðan í fjöru. Þetta er alger tímaskekkja og átti að vera komið í lag árið 2006. til skammar að þetta skuli ekki vera í lagi Sem íbúi við Blikastíg get ég ekki annað en stutt þessa tillögu heilshugar. Fráveitumálin hér eru í algerum ólestri og löngu tímabært að koma þeim í lag.

Rökstuðningur

Vonandi verður þessu kippt í liðinn sem fyrst enda sjálfsagt mál að hafa skólp mál i lagi

ÉG hef oft bent á þetta - ótrúlega mikið myrkur þarna á veturna. Skólarnir eru farnir að hvetja börn til að ganga í skólann til að minnka umferð í kringum skólana og þess vegna verða börnin að hafa aðgang að öruggum og góðum gönguleiðum. Ég er mjög sammála þessu; mikil fjölgun er af börnum í Lundahverfinu sem ganga í skóla æfingu og milli vina sem þurfa að nota þessa stíga allan ársins hring. Fyrir utan okkur hin sem nota hann til heilsubóta!
Börn eiga að komast leiðar sinnar til og frá skóla óhrædd - og svo er þetta öryggismál.
Börn eiga að komast leiðar sinnar til og frá skóla óhrædd - og svo er þetta öryggismál.
Stígurinn getur verið mjög hættulegur í hálku þar sem fólk sér ekki almennilega yfirborð stígsins í myrkrinu. Börn fara um stíginn til að komast í skólann; í strætó og til vina í næstu götum en geta verið hrædd þegar dimma tekur. Það er mikið öryggismál að stígar séu vel upplýstir.
Nú þegar dimma tekur er þetta brýnt öryggismál. Börn á leið til skóla; til vina eftir skóla eða heim fyrir kvöldmat eru þarna á ferð. Gerum Lundina í Garðabæ barnvænni!

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Í tengslum við uppbyggingu á miðsvæði Álftaness verður farið í ákveðnar endurbætur á fráveitukerfi Álftaness.

Fjöruferð

Ábending

Fjöruferð með barbabörnin i klósetúrgangi er tímaskekkja Ákaflega sorglegt að svæði eins og Skógtjörnin sem gæti verið hin mesta útivistar og strand paradís sé notuð sem klóak. Ég hef miklar áhyggjur af börnum og unglingum hérna á nesinu sem vaða og jafnvel dýfa sér ofan í tjörnina á góðviðrisdögum óafvitandi hversu saurgerlasmituð hún er.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Í fjárhagsáætlun eru 100,0 mkr til framkvæmda og endurbóta á fráveitukerfi.

Göngu - hjólastígar- Álftanes

Ábending

Það vantar að gera göngu/hjólastíg við Norðurstrandaveg; sem tengir hringinn á Álftanesi. Góðir göngustígar eru víða á nesinu, en þessi hluti hefur orðið útundan. Frá hringtorgi við Bessastaði og út að Kasthúsatjörn. Eins vantar strætóskýli á sömu leið og við Suðurstrandaveg.

Rökstuðningur

Göngufólk þarf að ganga í vegkanti; mjög lítil öxl. Bílaumferð er mikil á þessum vegi

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendingar. Með uppbyggingu nýrrar byggðar á Álftanesi verða stígar bættir.

Leggja meiri áherslu á umhverfis- og loftlagsmál

Ábending

Mikilvægt að fara í umfangsmeiri aðgerðir til að sporna við vánni og vinna að sjálbærnimarkmiðum sameinuðu þjóðanna og Parísarsáttmálanum

Rökstuðningur

Íbúar Garðabæjar þurfa stuðning við að koma að sjálfbærni- og loftlagsmarkmiðunum

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Nú um áramótin var ráðin verkefnastjóri á bæjarskrifstofur sem mun m.a. starfa við vinnu við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ábendingin verður send til umhverfisnefndar en á vegum nefndarinnar er unnið að verkefnum gegn sóun o.f.l.

Flokkunarmál

Ábending

Tillaga til að hjálpa íbúum Garðabæjar að flokka sorpið sitt með því að styrkja flokkunarílát sem hægt er að hafa heima hjá sér.

Rökstuðningur

Kostnaðurinn við flokkunarílátin getur verið mikill fyrir einstaklinga í byrjun ef maður á að leggja út fyrir því sjálfur. Getur skapað gott fordæmi fyrir önnur sveitafélög líka og ýtt undir fyrir þau sem flokka ekki ruslið sitt vel til þess að gera það betur eftir að við erum komin með betri flokkunarílát.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Unnið er að stefnumótun hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til að samræma og bæta flokkun sorps á svæðinu. Garðabær fylgir áherslum Sorpu um meðhöndlun útgangs.

Sorptunnuhreinsun

Ábending

Semja við íslenska Gámafélagið sem sér um sorphirðu hér í Garðabæ um sótthreinsun á sorptunnum

Rökstuðningur

Hentugast að hreinsa sorptunnur um leið og þær eru losaðar.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Unnið er að stefnumótun hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til að samræma og bæta flokkun sorps á svæðinu.

Styrkur til uppsetningar á hleðsluaðstöðu fjöleignahúsa

Ábending

Sambærilegur styrkur og Reykjarvíkurborg hefur verið að úthluta. Þá er það styrkur sem snýr að sameiginlegum hleðslustæðum fjöleignahúsa.

Rökstuðningur

Það að veita slíka styrki hvetur fólk til að setja upp hleðsluaðstöður sem hjálpar svo til við orkuskipti hér á landi. Einnig eru þau orkuskipti hluti af heimsmarmiðum sameinuðu þjóðanna sem og markmið um kolefnahlutleysi 2040.Annað sem þarf að hugsa um er að hlaða rétt og að koma fyrir hleðslustöðvum minkar líkur á að fólk sé að hlaða í venjulegum heimilistenglum sem og að nota framlengingarsnúrur sem má alls ekki nota.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Í fjárhagsáætlun er fjárveiting að fjárhæð 10,0 mkr til uppsetningar á hleðslustöðvum en ekki liggja fyrir samþykktir um sérstaka styrki til uppsetningar á hleðslustöðvum á lóðum fjölbýlishúsa.

Flokkun á rusli

Ábending

Tunnur við heimili fyrir afgangsmat

Rökstuðningur

Ekki til í Garðabæ og mikilvægt að flokka sem mest af rusli frá heimilum

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Unnið er að stefnumótun hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu til að samræma og bæta flokkun sorps á svæðinu. Garðabær fylgir áherslum Sorpu um meðhöndlun útgangs.

Íþróttir og tómstundir

Sauna og Sjávarbað að Sænskri fyrirmynd á Álftanesi.

Ábending

Sauna með útsýni og möguleika á sjávarbaði; sólarupprás, sólsetur, norðurljós. Staðsetning utanvert Álftanes með útsýni að Snæfellsjökli. Opnunartími frá 06:00 til 0:30 sólarupprás sólsetur. Hafa svipað fyrirkomulag og þessir http://www.bjerredssaltsjobad.se/
Sérstaða sem gerir okkur öllum gott. Og svo auðvitað alveg meiriháttar heilsueflandi. http://www.bjerredssaltsjobad.se/

Rökstuðningur

Góð hugmynd og þá eins og gott að skóp verði hreinsað úr fjörum fyrst en 30% af öllu skólpi af Álftanesi fer í rotþrær og þaðan óhreinsað á fjörur

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Ekki er unnt að verða við beiðninni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar. 

Nýtt skátaheimili á Álftanesi

Ábending

Í því samfélagi sem við búum í dag þegar börn upplifa m.a. kvíða og aukið áreiti þá skiptir máli að efla gott félagsstarf. Það er skátastarf. Í samþykktu deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið þá er gert ráð fyrir 300 fm skátaheimili og ætti Garðabær að setja það í fjárhagsáætlun sína að hefja þá vinnu við byggja hentugra húsnæði þar sem þetta félag gæti blómstrað. Húsnæðið gæti jafnvel nýst öðrum félögum s.s. kvenfélaginu og Lions. (salur)Fyrsta verk væri að þarfagreina og teikna slíkt húsnæði.

Rökstuðningur

Í því samfélagi sem við búum í dag þegar börn upplifa m.a. kvíða og aukið áreiti þá skiptir máli að efla gott félagsstarf. Eins og kemur fram á heimasíðunni skátamál.is þá er skátahreyfingin uppeldishreyfing sem stefnir að því að hver skáti læri smám saman á þroskaferli sínum frá barnsaldri til fullorðinsára að vera sjálfstæður; virkur og ábyrgur og láta gott af sér leiða í samfélaginu. Skátastarf er óformlegt uppeldisstarf sem byggir á því að efla sjálfsnám ungs fólks með því að nýta tómstundi

Svar

Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðninni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar. Verið er að byggja skátaheimili við Grunnuvötn og er sú framkvæmd nokkuð vel á veg komin. Bent er á að Skátafélagið Svanir hefur til afnota húsnæði í eigu bæjarins við Þórukot.

Lyftingasalur Stjörnunnar í Ásgarði

Ábending

Garðabær þarf að fjárfesta í lóðum; lyftingastöngum og tækjabúnaði svo Stjarnan geti nýtt lyftingasalinn í Ásgarði til fulls. Lyftingadeild Stjörnunnar (þá kraftlyftingafélag Garðabæjar) hóf starfsemi 2011. Þá fékk félagið strax úthlutað æfingaaðstöðu í Ásgarði og í gegnum árin hefur hægt og rólega verið bætt við búnaði. Þrátt fyrir langa bið; öflugt starf og mikil íþróttaafrek hefur litlu verið áorkað. Fáir geta æft á sama tíma í aðstöðunni og búnaðurinn er einfaldur þreyttur og lítið af honum. Engin önnur deild innan Stjörnunnar býr við samskonar aðstöðuleysi og Lyftingadeildin.

Rökstuðningur

Stjarnan hefur afnot af rúmgóðum lyftingasal í Ásgarði en því miður er ekki enn búið að kaupa nauðsynleg lóð og lyftingabúnað svo nýta megi salinn til fulls. Í dag neyðist Lyftingadeild Stjörnunnar til að nota búnað sem fengist hefur að láni héðan og þaðan frá öðrum íþróttafélögum ásamt ýmsum heimasmíðuðum búnaði. Það litla magn af lóðum og tækjabúnaði sem er í eigu bæjarfélagsins er bæði ófullnægjandi og komið til ára sinna. Ef Garðabær ætlar að skarta sterku íþróttafólki verður að gera betur!

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Hún verður send til íþrótta- og tómstundaráðs.

Reiðvegir

Ábending

Það vantar reiðvegi á Álftanesi; það væri rosalega gaman að fá tengingu yfir á Garðaholt og klára Bessastaða hringinn. Þá strax yrði Álftanes mun meira aðlaðandi fyrir hestaíþróttafólk sem sækjir sitt sport í önnur bæjarfélög.

Rökstuðningur

Allir reiðvegir eru klipptir í tvennt á Álftanesi; það þarf lengri og öruggari leiðir fyrir þá sem stunda þetta sport.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Henni verður komið áfram til tækni- og umhverfissviðs til frekari skoðunar.

Úti tennisvellir

Ábending

Tennis er fjölskylduvæn og skemmtileg íþrótt sem hægt er að spila úti yfir sumartímann. Úti tennisvellir væru því frábær viðbót við þá fjölbreyttu íþróttaaðstöðu sem í boði er í Garðabæ.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Hún verður send áfram til íþrótta- og tómstundaráðs til frekari skoðunar.

Sjópottur í sundlaug Garðabæjar

Ábending

svipað og er í Laugardalslaug

Rökstuðningur

Enginn sjópottur í Garðabæ

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Hún verður send áfram til íþrótta- og tómstundaráðs til frekari skoðunar.

Nýtt skátaheimili á Álftanesi

Ábending

Í því samfélagi sem við búum í dag þegar börn upplifa m.a. kvíða og aukið áreiti þá skiptir máli að efla gott félagsstarf. Það er skátastarf. Í samþykktu deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið þá er gert ráð fyrir 300 fm skátaheimili og ætti Garðabær að setja það í fjárhagsáætlun sína að hefja þá vinnu við byggja hentugra húsnæði þar sem þetta félag gæti blómstrað. Húsnæðið gæti jafnvel nýst öðrum félögum s.s. kvenfélaginu og Lions. (salur)Fyrsta verk væri að þarfagreina og teikna slíkt húsnæði.

Rökstuðningur

Í því samfélagi sem við búum í dag þegar börn upplifa m.a. kvíða og aukið áreiti þá skiptir máli að efla gott félagsstarf. Eins og kemur fram á heimasíðunni skátamál.is þá er skátahreyfingin uppeldishreyfing sem stefnir að því að hver skáti læri smám saman á þroskaferli sínum frá barnsaldri til fullorðinsára að vera sjálfstæður; virkur og ábyrgur og láta gott af sér leiða í samfélaginu. Skátastarf er óformlegt uppeldisstarf sem byggir á því að efla sjálfsnám ungs fólks með því að nýta tómstundi

Svar

Þakkir fyrir. Ekki er unnt að verða við beiðninni að þessu sinni þar sem hún féll ekki innan ramma fjárhagsáætlunar. Bent er á að Skátafélagið Svanir hefur til afnota húsnæði í eigu bæjarins við Þórukot.

Að lýsa upp gervigrasvöllinn á íþróttasvæði Álftanes

Ábending

Setja upp kastara sem standast kröfur frá KSÍ. Búið var að leggja lagnir og grunn til að setja upp lýsingu en bærinn hefur dregið lappirnar að klára málið á sama tíma og 4 vellir eru í Ásgarði ; allir mep topplýsingu !!! Bagalegt að UMFÁ þurfi að keyra í Ásgarð til að geta iðkað sýna íþrótt . Undirritað var samkomulag milli UMFÁ og Garðabæar sumarið 2017 um að bærinn myndi klára allt nærumhverfi við völlinn sem fyrst !!!"
eins og staðan er nuna þá er gervigrasvöllurinn ekki lýstur upp með kösturum sem standast lágmarks kröfur. Þetta veldur því að mikil meiðslahætta myndast fyrir þá iðkendur sem spila knattspyrnu undir þessum kringumstæðum. Á sama tíma er völlurinn ekki sóttur jafn mikið yfir vetrarmánuði eins og vilji er til. Þetta er sérstaklega mikilvægt í því samhengi að ýta undir heilbrigði unga fólksins í bæjarfélaginu!Gefum unga fólkinu okkar kleift að sækjast í útiveru og leiks yfir vetrartímann.
Það þarf á setja alvöru lýsingu á völlinn

Rökstuðningur

Skylda að hafa lýsinguna í lagi
Þessi diskòlýsing sem er à vellinum nùna er algjörlega òlìðandi fyrir iðkendur að maður tali nù ekki um aukna slysahættu. Nýja lýsingu strax! Allir iðkendur ì Garðabæ skulu sitja við sama borð og fà sambærilega aðstöðu takk.
Algjörlega ótækt að hafa ekki lágmarks lýsingu fyrir knattspyrnufólkið sem þarna æfir allan ársins hring og þá sérstaklega á veturna í myrkri og kulda.
Alger nauðsyn vegna barnanna okkar sem sjá hvort annað illa eða stundum ekki í myrkrinu sem varir langa vetur... það getur farið illa ef ekki er betur upp lýst
Mikilvægt að fá lýsingu. Skiptir máli varðandi öryggi barnanna og eykur möguleika á hreyfngu þegar dimmir.
Þetta er ekki boðlegt; þarf að kippa þessu í lag..
Ekki boðleg lýsing á þessum velli eins og er. Erfitt að spila á honum þegar vantar lýsingu. Eins eru ljósin oft biluð sem gerir þetta enn verra.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir fjárveitingu að fjáhæð 60,0 mkr til endurnýjun íþróttavalla. Hluti þeirrar fjárveitingar verður nýtt til að bæta lýsingu á gervigrasvelli á Álftanesi,

Lýsing Íþróttavallar

Ábending

Mæli með að lýsing íþróttavallarins verði sett í forgang fyrir næsta haust.
Mér finnst ósanngjarnt að barnið mitt geti ekki æft og keppt við svipaðar eða sömu aðstæður og krakkar hjá Stjörnunni :-(
Þessu þarf að kippa í lag helst í gær.
Ótrúlega mikilvægt að fá lýsingu - skiptir máli varðandi öryggi barnanna og gefa þeim sama tækifæri og börn á öðrum stöðum í Garðabæ

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir fjárveitingu að fjáhæð 60,0 mkr til endurnýjun íþróttavalla. Hluti þeirrar fjárveitingar verður nýtt til að bæta lýsingu á gervigrasvelli á Álftanesi,

Bætt öryggi á reið- og útivistarstígum á Álftanesi

Ábending

Leggja þarf áherslu á örugga reið- og útivistarstíga á Álftanesi. Það ætti að vera forgangsatriði að lagfæra og viðhalda reiðstígum og útivistarstígum þannig að allir sem þá nota geti notið útivistar á öruggan hátt. Yfirlag hefur víða skolast í burtu og eftir standa grýttir stígar sem eru illfærir fyrir gangandi og ríðandi umferð. Það er varasamt að ganga og hjóla flesta stígana við sjóinn á Álftanesi; en þó sérstaklega við Blikastíg. Þetta getur líka haft áhrif á hestaíþróttina en það er hópur ungs fólks sem hefur áhuga á að efla starfið.
ekki bara af íbúum Álftaness heldur fólki sem gerir sér sérstaklega ferð á nesið til að njóta. Nauðsynlegt að koma í lag og halda í lagi; svo að íbúar megi njóta náttúrunnar hérna á Nesinu fagra bæði gangandi og á hestum
þar eru m.a. bekkir til að tilla sér á og njóta fallegrar náttúru og dýralífs.
Það verður að bæta öryggi á reiðstígum á Álftanesi og bæta við reiðvegum svo hestafólk þurfi ekki að fara utan vegar eða á malbiki langar leiðir; t.d. hlaut dóttir mín úlnliðsbrot í sumar vegna þessa. Stór hluti knapa eru börn og fólk að taka sín fyrstu skref í hesta íþróttum. Dæmi eru um slys á fólki; t.d. úlnliðsbrotnaði barn eftir að hestur hnaut um grjót og barnið féll af baki.

Rökstuðningur

Þarf ekki mikinn tilkostnað að færa þessa stíga í það horf að sómi sé að; bæði hestar og fólk er í stórhættu á þessum stígum. Sammála þetta eru mikið notaðir stígar og þurfa að vera öruggir fyrir fólk og hesta og að þeir fái betra reglulegt viðhald. Ég hef bæði orðið vitni af því að gangandi eldri maður hafi hrasað á stórgrýttri gönguleið við Blikastíg og svo var ung stúlka sem datt nýlega af baki og braut hendi á stíg við Jörvaveg þegar hesturinn hennar hnaut um hnullung. Hestamenn kvarta mikið um hvað reiðleiðirnar séu hættulegar út af grjóti. Mjög þarft verkefni öryggisins vegna !
Nú eru margir útivistastígarnir; sérstaklega meðfram bökkunum mjög grýttir og torfærir. Á þá vantar meðal annars yfirlagið sem skolaðist burtu í stórflóði síðastliðinn vetur og ekki hefur verið lagfært. Þeir eru því bæði hættulegir ríðandi og gangandi umferð. Eldra fólk er t.d. hætt að ganga ákveðna vegakafla vegna þess. Það er synd því leiðin hefur 'alltaf' verið mjög vinsæl til útivistar meðal allra

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Í fjárhagsáætlun er ekki sérstök fjárveiting til endurbóta á útivistarstígum og reiðstíga á Álftanesi. Ábendingin verður send tækni- og umhverfissvið til að tryggja lágmarks viðhald.

Reiðstígar á Álftanesi verði samkvæmt aðalskipulagi

Ábending

Á Álftanesi er hestaíþróttin vaxandi og áhugi ungs fólks á íþróttinni hefur aukist mjög á síðustu misserum. Til að hestamennska á Álftanesi verði samanburðarhæf við hestamennsku á öðrum svæðum í nágrannasveitarfélögunum er ekki einungis mikilvægt að bæta þá reiðvegi sem fyrir eru; heldur einnig að byggja upp nýja reiðvegi samkvæmt aðalskipulagi. Þar má t.d. nefna reiðvegi á Bessastaðanesi og út í Hlið.
Á Álftanesi þarf aðstaða fyrir hestaíþróttina að vera aðlaðandi til að þeir sem stunda hestamennsku hverfi ekki til annarra hestaíþróttasvæða.
Það er mjög mikilvægt að bæta aðstöðu til útreiða á Álftanesi.
Hestaíþróttinn er mjög vaxtandi á meðal barna á mið og elsta stigi grunnskóla á nesinu og því brýnt að halda áfram að styðja við þá þróun með því að klára að ganga frá þeim reiðstígum sem eru á aðalskipulagi.

Rökstuðningur

Þetta er alveg rökrétt framhald á því að verið er að bæta við inniaðstöðu fyrir hestamenn á Álftanesi. Það stefnir í mikla nýliðun í hestaíþróttinni á Álftnesi og mikilvægt að huga að öryggi iðkenda á sama tíma; þannig að bæði sé unnið að viðhaldi eldri stíga og svo að nýjir reiðstígar séu byggðir skv. leiðbeiningum sem Landsamband hestamanna gaf út í samstarfi við fjöldamarga aðila á sínum tíma.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Í fjárhagsáætlun er ekki sérstök fjárveiting til endurbóta reiðstíga á Álftanesi. Ábendingin verður send tækni- og umhverfissvið til að tryggja lágmarks viðhald.

Skátaheimili

Ábending

Ábending: Í því samfélagi sem við búum í dag þegar börn upplifa m.a. kvíða og aukið áreiti þá skiptir máli að efla gott félagsstarf. Það er skátastarf. Í samþykktu deiliskipulagi fyrir íþróttasvæðið þá er gert ráð fyrir 300 fm skátaheimili og ætti Garðabær að setja það í fjárhagsáætlun sína að hefja þá vinnu við byggja hentugra húsnæði þar sem þetta félag gæti blómstrað. Húsnæðið gæti jafnvel nýst öðrum félögum s.s. kvenfélaginu og Lions. (salur)Fyrsta verk væri að þarfagreina og teikna slíkt húsnæði. Sjá meira í viðhengi.

Svar

Engin fjárveiting í fjárhagsáætlun í verkefnið. Bent er á að Skátafélagið Svanir hefur til afnota húsnæði í eigu bæjarins við Þórukot.

Öryggi og umferðarmál

Laga ræsi í göngustíg upp í Heiðmörk

Ábending

Göngustígurinn sem liggur sunnan við Vífilstaði; þ.e. sunna við lækinn og upp í Heiðmörk, fer undir vatn að hluta og er ófær gangandi. Þetta er sérstaklega vandamál á vorin þegar vatnstaðan er há. Lagt er til að setja ræsi og hækka stíginn á þessum stað.

Rökstuðningur

Göngustígurinn er ófær þegar grunnstað vatns er há.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Henni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2020.

Hraðatakmarkandi lausnir á Akrabraut

Ábending

Hraðatakmarkandi lausnir við Akrabrautina þar sem hún liggur meðfram Árakrinum. Bílar keyra þar á miklum hraða rétt við húsin og valda því hávaða og hættu fyrir íbúa og vegfarendur. Vegurinn gefur færi á því að keyra hratt og ekki er víst að fólk geri sér grein fyrir 30km hámarkinu. Ekki myndi duga að setja hefðbundnar hraðahindranir þar sem að það gæti ýtt undir hávaðamengun og valdið óþarfa sliti á bílum. Einhverskonar þrengingar eru líklega skásti kosturinn.

Rökstuðningur

Hægari umferð skapar öruggara og hljóðlátara hverfi fyrir alla íbúa.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2020. Verið er að vinna að umferðaröryggisáætlun og vonandi finnast lausnir á þessu vandamáli þar.
Í fjárhagsáætlun er fjárveiting að fjárhæð 10,0 mkr til umferðaröryggismál til viðbótar fjárveitingu til almenns viðhalds gatna og gangstétta. 

Klára samþykktan hljóðvegg á mön við Hafnarfjarðarveg

Ábending

Það liggur fyrir skipulagsheimild til að klára hljóðmönina sem liggur meðfram hafnarfjarðarveginum við Akraland. Samkvæmt skipulagi átti að bæta við hljóðvegg ofan á mönina sem myndi væntanlega bæta hljóðvist mikið í Ökrunum og jafnvel aðeins út fyrir hverfið. Það væri frábært að klára þann vegg og jafnvel skella smá gróðri á mönina í leiðinni :)

Rökstuðningur

Höldum áfram að bæta hljóðvist Garðabæjar. Tvær 'hraðbrautir' í gegnum bæjarfélagið er eitthvað sem er skiljanlega erfitt að vinna með; en með lagfæringum sem þessum er vonandi hægt að draga talsvert úr hljóðmengun.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Í fjárhagsáætlun er fjárveiting að fjárhæð 40,0 mkr til hljóðvistar og mana. Gert er ráð fyrir að fjárveitingin verði nýtt til endubóta á hljóðvistarveggjum í tengslum við endurbætur á Hafnarfjarvegi við gatnmót Vífilsstaðavegar og Lyngáss.

Biðskyldumerki við Holtsveg

Ábending

Við Holtsveg í Urriðaholti gildir varúð til hægri en í nokkrum tilfellum er óljóst hvort sumir vegstubbar séu skilgreindir sem bílastæði eða vegur?

Ökumenn eru óöryggir hvort þeir eigi að víkja fyrir umferð frá hægri þar sem óljóst er hvort um sé að ræða götu eða bílastæði. Dæmi milli húsanna Holtsvegi 13 og 15 svo og við endann á Holtsvegi 3. Þá er óljóst með vegstubbinn milli Holtsvegar 6 og 10.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2020. Þá er verið að vinna að umferðaröryggisáætlun og verður ábendingin tekin fyrir í þeirri vinnu.

Hringtorg við gatnamót við Ásgarð

Ábending

Það myndast oft umferðahnútar á gatnamótum við Flataskóla/Ásgarð. Stilling umferðarljósa er oft þannig að beygjuljósið virka illa. Bílar ekki rétt staðsettir. Það er löööngu tímabært að setja hringtorg þarna eða stilla ljósin betur. Einnig þyrfti um leið að setja hraðahrindrun á Vífilsstaðarveg þar sem gangbraut er; nálægt Garðatorgi. Þetta er það löng gangbraut að nauðsynlegt er að umferð hægi á sér líkt og hún gerir við hraðahindrun austar á veginum.

Rökstuðningur

Auka þarf umferðaröryggi við Ásgarð og Flataskóla/Garðaskóla. Þörf er á að hringtorg verði sett í stað ljósa og um leið hraðahrindrun sett við Garðatorg þar sem gangbraut er yfir Vífilsstaðarveg.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Í fjárhagsáætlun 2020 hefur verið tekið tillit til ábendingarinnar að hluta eða öllu leyti. Útboð vegna framkvæmdar við Hafnarfjarðarveg-Vífilsstaðarveg-Lyngás er nýafstaðið og er það gert ráð fyrir hringtogi við Litlatún. Gatnamót við Ásgarð breytast einnig í þeirri framkvæmd þar sem ekki verður hægt að taka vinstribeygju frá Ásgarði. Framkvæmdir hefjast í sumar.

Klára sameiningu Garðabæjar og Álftaness - Öryggismál

Ábending

Þegar sameining Garðabæjar varð gleymdist að klára tengingar göngustíga saman þannig íbúar beggja bæjarhluta gengið óhult á milli bæjarhluta án þess að eiga það á hættu að vera fyrir bíl. Það er engin önnur leið fyrir ungt fólk t.d. að að komast á milli bæjarhluta án þess að fara út og götu og hjóla þess 300 - 500 metra sem vantar upp á að samfélögin tengist. Ágreiningur hefur verið um hvort ríki eða sveit skuli greiða þennan kostnað. Setjum öryggið og börnin okkar í fyrsta sætið og klárum þetta
Góð hugmynd og mætti einnig minna á ríðandi umferð á sama tíma.

Rökstuðningur

Öryggi Öryggi Öryggi. Gerum viðbragðsaðilana okkar verkefnalaus.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Þessi framkvæmd er í vinnslu en verið er að stilla upp framkvæmdaráætlun með aukinni uppbyggingu á Álfanesi. Í undirbúningi er að loka gamla Álftanesveginum við Herjólfsbraut en við þá framkvæmd verður öryggi gangandi vegfarenda á svæðinu aukið.

Gangbrautir í Sjálandi

Ábending

Í dag eru engar gangbrautir frá sunnanverðu Sjálandshverfi (Strandvegur; 17. júní torg, Strikið (Ísafold)) og inn á aðalgöngustíginn meðfram sjónum. Einnig eru aðrar þveranir innan hverfis ómerktar, t.d. á gatnamótum Strandvegar og Norðurbrúar. Útbúa þarf alvöru gangbrautir svo hægt sé að gera örugga tengingu milli suðurhluta hverfisins við aðalgönguleiðina, sem liggur að leikskóla, skóla og öðrum útivistarmöguleikum, fyrir fólk á öllum aldri.

Rökstuðningur

Í dag eru engar gangbrautir frá sunnanverðu Sjálandshverfi (Strandvegur; 17. júní torg, Strikið (Ísafold)) og inn á aðalgöngustíginn meðfram sjónum. Einnig eru aðrar þveranir innan hverfis ómerktar, t.d. á gatnamótum Strandvegar og Norðurbrúar. Gera þarf alvöru gangbrautir, með bættri lýsingu, yfirborðsmerkingum og skiltum.Sjá dæmi um úrbætur á þverun við Sæmundarskóla: https://www.fib.is/is/um-fib/frettir/hvad-er-gervigangbraut

Svar

Ábendingunni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2020. Verið er að vinna að umferðaröryggisáætlun og mun ábendingin vera tekin sérstaklega fyrir þá. Í fjárhagsáætlun er fjárveiting að fjárhæð 10,0 mkr til umferðaröryggismála til viðbótar fjárveitingu til almenns viðhalds gatna og gangstétta.

Lýsing á göngustíg í Efra Lundahverfi

Ábending

Engin lýsing er til staðar á göngustíg sem liggur milli Efstalundar og Karlabrautar (nema við göturnar). Stígurinn liggur að stoppistöð strætó fyrir íbúa í syðri hluta hverfisins og er hluti af gönguleið skólabarna. Líklega hefur lýsing ekki verið sett upp á sínum tíma vegna þess að hús liggja nokkuð nálægt stígnum. Nú eru komnar aðrar og betri lausnir fyrir gatnalýsingu t.d. led ljós og ljósapollar. Börn í hverfinu veigra sér við að ganga stíginn þegar tekur að dimma.

Rökstuðningur

Tek undir þessa tillögu. Þetta er mikilvægt öryggismál því stígurinn er mikið notaður og því skiptir miklu máli að hann sé vel upplýstur á veturmar. Hann er stórhættulegur í hálku.
Það verður að bæta lýsingu á stígnum; það getur ekki verið svo mikið mál að bæta úr þessu Þessi stígur er stórhættulegur í núverandi ástandi fyrir bæði börn og fullorðna þegar að skyggja tekur
Mikið öryggisatriði að bæta lýsinguna. Erfitt að sjá til eftir að dimma tekur. Dæturnar veigra sér við að ganga þarna vegna skorts á lýsingu. Algjörlega tímabært að bæta lýsinguna börnin mín vilja ekki ganga stíginn í dimmu og þetta er sérstaklega hættulegt í hálkunni fyrir alla. Löngu tímabært; ekki bara fyrir börnin fullorðnir þurfa líka góða lýsingu. Ekki hægt að ganga stíginn í myrkri; tala nú ekki um þegar það er hálka úti það er ekki nógu björt lýsing í götunum til að lýsa upp stíginn því er algjörlega nauðsynlegt að sett verði upp lýsing á göngustígnum. Skil vel að börn veigri sér við að ganga stíginn í myrkri ég þori ekki sjálf að ganga hann í myrkri þó engin sé hálkan.
Að sjálfsögðu á að vera góð lýsing á göngustígum - við eigum ekki að þurfa að berjast fyrir því. Það er engin nýting á þessum stígum þegar dimma tekur.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Í fjárhagsáætlun er fjárveiting að fjárhæð 10,0 mkr til umferðaröryggismál til viðbótar fjárveitingu til almenns viðhalds gatnaog gangstétta. Ábendingin verður send til skoðunar hjá tækni- og umhverfissviði.

Langalína

Ábending

Langalína, gatan öll: Full þörf er á því að malbika götuna en gatan er víða stagbætt og ill yfirferðar. Þá eru tvær afar leiðinlegar þrengingar á götunni gengt Sjálandsskóla. Sjálfsagt er að takmarka umferðarhraða við skólann en það má gera með hraðahindrunum án þrenginga, þ.e. með upphækkunum. Þá er vinkilbeygja á götunni á móts við Vesturbrú. Þessa vinkilbeygja myndar hvasst horn og óeðlilega þrengingu sem þyrfti að rúnna af. Kostar ekkert!
Hringtorg: Samkvæmt gildandi skipulagi á að koma hringtorg á mótum Löngulínu, Vífilsstaðarvegar og Skeiðaráss. Brýnt er að hraða þeirri framkvæmd. En hringtorgið mundi draga úr umferðarhraða um Vífilsstaðaveg.
Beygjuljós: Þegar beygt er til norðurs af Vífilsstaðavegi og inn á Hafnarfjarðarveg þarf að sæta lagi vegna umferðar sem kemur á móti eftir Vífilsstaðavegi. Brýnt er að koma þar upp beygjuljósum hið allra fyrsta. Væri ekki ástæða til þess að beina því til Vegagerðarinnar að koma upp hraðamyndavél við þessi vegamót vegna umferðar eftir Hafnarfjarðarvegi í báðar áttir. Ekið er oft yfir hámarkshraða og iðulega móti rauðu ljósi.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Stefnt er að því að endurnýja malbik á Löngulínu í sumar. Garðabær og Vegagerðin hafa undirritað samning um endurbætur á Hafnarfjarðarvegi og gatnmótum við Vífilsstaðveg.


Opin svæði/annað

Endurbætur á Bala hundasvæðinu

Ábending

Garðabær er með mjög fallegt hundasvæði rétt austan við Garðaholt. Það þarf hinsvegar að snyrta svæðið til. Fjarlægja girðingarafganga. Setja upp fleiri ruslafötur fyrir hundapoka; setja upp smá borð eða bekki og ekki síst að gera eitthvað við skreiðarhjallinn sem er þarna. Hann er í niðurnýðslu og inni í honum er rusl og annað sem skapar slysahættu. Auk þessa mætti skoða að setja girðingar kringum svæðið þannig að hunda geti ekki hlaupið út af svæðinu.
Það eru margir hundaeigendur í Garðabæ og hundasvæðið er vinsælt og þessar endurbætur myndu því bæta fallegt útivistarsvæði sem nýtist mörgum.
Fer þangað reglulega með hundinn minn. Virkilega skemmtilegt svæði þar sem gaman er að hitta hundaeigendur með hundana sína. Það er þörf fyrir tiltekt á svæðinu með betra skipulagi; fleiri ruslatunnum bekkjum og öðru eins og kemur fram í tillögunni. Langar að bæta við þeirri athugasemd að það er engin lýsing á svæðinu. Vantar lýsingu og þá sérstaklega á þessum tíma ársins.
Girðing til að auka öryggi væri frábært og snyrta svæðið

Rökstuðningur

Þetta er frábært svæði og mikið notað af hundaeigendum.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Henni verður vísað á tækni- og umhverfissvið til frekari skoðunar vegna vinnu við verkefnalista í tengslum við almennt viðhald og framkvæmdir á árinu 2020.

Nýta gömlu fínu húsin við Vífilsstaði

Ábending

Gömlu húsin við Vífilsstaði liggja undir skemmdum; og þurfa viðhald

Rökstuðningur

Garðabær gæti nýtt gömlu húsin í eitthvað skemmtilegt fyrir bæinn; eða amk ekki láta húsin grotna niður.

Svar

Takk fyrir ábendinguna. Þessi hús eru í eigi ríkisins.

Bæta rekstur bæjarins

Ábending

Skuldir Garðabæjar hafa aukist um 55% frá árinu 2014 (m.v. lok 2019). Á sama tíma hefur íbúum bæjarins fjölgað um 15%. Fyrir sama tímabil jukust skuldir Hafnarfjarðar um 9% og Kópavogs um 6%; en íbúum Kópavogs hefur fjölgað hlutfallslega jafn mikið og í Garðabæ.
Breyta verður um kúrs og hagræða í rekstri bæjarins og eða hækka skatta því ljóst er að ef sveitarfélagið stendur ekki undir rekstri á hagvaxtarskeiði verður staðan fljótt erfið ef harðnar á dalnum í efnahagsmálum."
Bæjarfélagið verður fljótt að komast í fjárhagsvandræði ef haldið verður áfram á sömu braut. Fyrirliggjandi eru miklar framkvæmdir. Að stærstu leiti er um að ræða knatthús og önnur knattmannvirki Ef stefnunni bæjarins verður ekki breytt má búast við því að skuldir Kópavogs á hvern íbúa verði lægri en skuldir hvers íbúa í Garðabæ á næstu árum. Á hverju ári fáum við að heyra að fjárhagsstaða Garðabæjar sé góð og bærinn rekinn með afgangi. Það er auðvelt að skila afgangi ef hann er tekinn að láni

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Fjárhagsáætlun Garðabæjar og niðurstöður ársreiknings bera vott um trausta fjárhagsstöðu bæjarins.

Betri áætlanagerð

Ábending

Undanfarin ár hefur áætluð skuldastaða við fjárhagsáætlanagerð verið langt frá raunveruleikanum. Lagt er til að greint verði hvað valdi því að áætlun um skuldastöðu stenst svo illa. Skuldir hafa aukist um meira en 2 milljarða umfram áætlanir undanfarin tvö ár. Vandamálið var líka til staðar fyrir 2017 en eldri fjárhagsáætlanir eru ekki lengur til staðar á vefsíðu Garðabæjar. Einnig er óskað eftir því að eldri fjárhagsáætlanir verði gerðar aðgengilegar íbúum.

Rökstuðningur

Fjárhagur bæjarins hefur farið versnandi á undanförnum árum. Ljóst er að fara þarf í aðgerðir til að rétta stöðuna.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Fjárhagsáætlun Garðabæjar og niðurstöður ársreiknings bera vott um trausta fjárhagsstöðu bæjarins.

Ljósmyndasafn

Ábending

Bærinn komi sér upp ljósmyndasafni sem gefur yfirlit yfir sögu bæjarins; uppbyggingu, mannlíf og helstu viðburði

Rökstuðningur

Mikilvægt að halda til haga fortíðinni og sjá til þess að haldið sé utan um samtölin sem verða einhvertíman heimild um okkar tíma

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Ljósmyndavefur Garðabæjar var opnaður í desember 2019.

Hljóðvist og leki frá glerþaki á Garðatorgi 7

Ábending

Íbúar á Garðatorgi 7; hafa fagnað því að sjá aukið mannlíf á torginu með tilkomu Sveinatungu. Hinsvegar viljum við benda á að hljóðvist þar er mjög ábótavant og leki frá glerþakinu takmarkar einnig nýtingu torgsins til ýmissa viðburða.
Því förum við þess á leit að í fjárhagsáætlun bæjarins verði gert ráð fyrir framlagi til úrbóta þessara hluta.

Undirritaður er íbúi að Garðatorgi 7. Ég er mjög sammála því sem stjórn húsfélagsins að Garðatorgi 7 (íbúðahlutans); hefur sett hér inn.Úrbóta er þörf varðandi leka frá glerþaki svo og hljóðvistina.

Rökstuðningur

Löngu tímabært- einnig þyrfti að skoða klukkuturninn eitthvað. Tími klukkunnar er valkvæður og fer eftir því frá hvaða horni maður kemur að henni.
Með tilkomu Sveinatungu og þeirrar góðu aðstöðu sem þar er til staðar hefur viðburðum á torginu fjölgað og menning og mannlíf þar breyst til hins betra. Bæjarþingsalurinn á að vera stolt hvers bæjarfélags og nýgerð Sveinatunga stendur vel undir því merki.

Hljóðvistin á torginu er mjōg slæm og mikið bergmál sem skapar talsvert ónæði. Styð því þessa tillögu.

Hef átt ágæt samtöl við bæjarstjóra um þetta mál og finnst löngu tímabært að farið verði í þessar framkv. Vegna lekans getur orðið mjög hált á efstu svölum (vatn/ís) og þar með hættulegt íbúum og ekki hvað síst gestum. Ég minni á að þegar okkur íb. var boðið að skoða Sveinatungu tilk. bæjarstj. að fjármagn hafi verið eyrnamerkt í þessa lagfæringar.Lára K. Guðmundsdóttir; Garðatorgi 7

Leiksvæði

Vantar útileiksvæði fyrir yngstu börnin á Lundabóli

Ábending

Haustið 2019 byrjuðu 8 rétt rúmlega eins árs börn á Lundabóli. Þau hafa verið á sama stóra svæði og öll hin börn leikskólans; sem er mjög erfitt fyrir börnin, mjög erfitt fyrir starfsfólk, og getur verið hreinlega hættulegt. Ímyndið ykkur t.d. 4ra ára barn hlaupandi með leikfangahjólbörur, og 14 mánaða barn sem verður fyrir þeim. Starfsfólk Lundabóls hefur unnið frábært starf en útiaðstaðan er ekki boðleg til að hýsa þetta ung börn, hvorki fyrir börnin né starfsmenn leikskólans.

Rökstuðningur

Allt leiksvæðið; nema eitt horn sem var endurnýjað þegar byggt var við leikskólann nýlega, er orðið gamalt og fúið, þannig að í raun þarf að endurnýja það allt.Öryggissjónarmið ein og sér ættu að nægja sem rök fyrir að búa til aðskilið leiksvæði fyrir allra yngstu börnin, en þeim hefur fjölgað mjög eftir að Garðabær fór að lofa leikskólaplássi frá 12 mánaða aldri (frábært framtak!).Önnur sjónarmið eru álag á starfsfólk og yngstu börnin að vera í blönduðum hóp á leiksvæði sem ekki hentar þeim

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Í fjárhagsáætlun er tekið tilliti til ábendingarinnar þar sem er fjárveiting til að bæta leiksvæði yngstu barna á Lundabóli.

Leikskólar Álftanes

Ábending

Það er sláandi munur á leiksvæðum Krakkakots og Holtakots hér á Álftanesi þó aðeins ein gata sé á milli leikskóla og hægt sé að horfa á milli. Gaman væri að sjá að Holtakot fengi upplyftingu og eins gefandi sem og þroskandi útisvæði fyrir nemendur sína á pari við nágranna þeirra en leiktækin eru ansi fá og takmörkuð"
Það myndi sannarlega örva hugmyndaflug þeirra og þroska að hafa svipaða uppsetningu á útisvæði. Dóttir mín sem er á Holtakoti velur sér ávallt leik á Krakkakoti um helgar vegna þessa en þá fer gleðin og hugmyndarflug hennar á fullt. En á hennar útisvæði er í raun aðeins sandkassi sem er ekki nægjanlegur þroskagjafi fyrir 4 ára.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Í fjárhagsáætlun er fjárveiting til að bæta leiksvæði yngstu barna á leikskólalóðum.

Allir leikskólar bæjarins

Ábending

Skoða þarf aðstæður á öllum leikskólum bæjarins fyrir yngstu börnin

Rökstuðningur

Með aukinni áherslu á að taka yngri börn inn í almennu leikskólana; þarf að huga bæði að húsbúnaði og útileiksvæði. Það er algjör lágmarks krafa að útisvæðin séu afgirt fyrir þessi allra minnstu á öllum leikskólum bæjarins með leiktækjum sem hæfa þeirra aldri og stólar og borð inni á deildum þurfa að henta börnum sem ekki eru orðin nógu sterk og stöðug til þess að sitja á háum stólum àn viðeigandi öryggisbúnaðar. Hvort tveggja eru spurning um öryggi og ætti ekki einu sinni að þurfa að ræða það.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinuna. Í fjárhagsáætlun er fjárveiting til að bæta leiksvæði yngstu barna á leikskólalóðum

Velferðarþjónusta

Heimili fyrir fatlað fólk

Ábending

Það er vel að nýlega var opnað nýtt heimili fyrir fatlað fólk hér í bæ. En enn er brýn þörf fyrir fleiri íbúðir. Það er vel búið að ungmennum hér í bæ með öflugu íþróttastarfi. Það ber að þakka. En bæjarbúar sem eru fatlaðir eiga ekki í mörg hús að vernda. Það er ljóður á okkar góða samfélagi. það þarf að setja kraft í búsetu fyrir þessa íbúa okkar. Bæjarfélag sem er með alla flóru mannlífsins er eftirsóknarverður bær til að lifa og starfa í. Kippum þessum búsetumálum fatlaðs fólks í liðinn.
Það á að vera gott að búa í Garðabæ fyrir allt fólk. Líka fatlaða

Rökstuðningur

Þetta er mjög brýnt mál. Mikilvægt er að Garðabær sýni að unnið sé markvisst að því að útrýma biðlistum og þarf því fjárhagsáætlun 2020 að tryggja að reglugerð um húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk fylgt.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Í fjárhagsáætlun er fjárveiting að fjárhæð 10,0 mkr til að hefja framkvæmdir við nýjan þjónustukjarna með sex íbúðum fyrir fatlað fólk.

Íþróttastarf og frístundastarf fyrir fatlaða

Ábending

t.d.. boltastarf eða borðtennis osfrv.

Rökstuðningur

Vantar í Garðabæ

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Hún verður send íþrótta- og tómstundaráði.

NPA eða sambærileg þjónusta

Ábending

Í fjárhagsáætlun 2020 þarf að tryggja nægilegt fjármagn fyrir NPA eða sambærilega samninga fyrir þá sem eiga rétt á því.

Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir eru mjög skýr. Garðabær þarf að gera betur.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Í fjárhagsáætlun er fjárveiting vegna NPA samninga sem þegar hafa verið gerðir vegna þjónustu við fatlað fólk

Íþróttastarf fyrir fatlaða krakka

Ábending

Hér áður fyrr var 'bolti fyrir alla' þar sem fatlaðir krakkar fóru í ýmsa boltaleiki. Væri lika gaman að vera fimleika eða annað íþrótta- og/eða frístundastarf fyrir fatlaða í Garðabæ

Rökstuðningur

ekkert slíkt starf í Garðabæ

Svar

.Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Hún verður send áfram til íþrótta- og tómstundaráðs til frekari skoðunar.

Svar

Kærar þakkir fyrir ábendinguna. Í fjárhagsáætlun er fjárveitinga að fjárhæð 100,0 mkr. til framkvæmda við endurbætur á Garðatorgi. Hluti fjárveitingar verður nýttur til að undirbúa endurbætur á hljóðvist og lagfæringa á þaki við Garðatorg 7.