16. jan. 2023

Garðabær auglýsir eftir umsóknum í þróunarsjóð grunnskóla Garðabæjar

Garðabær auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar úr Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar. Þróunarsjóðnum er ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla í Garðabæ. 

  • Innritun í grunnskóla

Garðabær auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar úr Þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar. Þróunarsjóðnum er ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla í Garðabæ. Einstaka kennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við skóla í Garðabæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu, fræðslu- og menningarsvið í samstarfi við skóla geta sótt um styrk í sjóðinn.

Til úthlutunar árið 2023 eru 28 milljónir.

  • Áhersluþættir Þróunarsjóðs grunnskóla 2023-2024
  • Samskipta-, samkenndar og vináttuþjálfun
  • Þátttaka í lýðræðislegu skólastarfi, umhverfisþekking og sjálfbærni
  • Framsæknir kennsluhættir s.s. samþætting námsgreina, teymis- og vendikennsla, áhersla á tækni, forritun, nýsköpun, raungreinakennslu
  • Heilsueflandi skólastarf andlega, líkamlega og félagslega

Nánari upplýsingar um áherslur sjóðsins má finna á heimasíðu þróunarsjóðs leik- og grunnskóla Garðabæjar:https://www.gardabaer.is/ibuar/skolar-og-daggaesla/throunarsjodir/uthlutanir/

Einnig er hægt að sækja um styrki til verkefna sem styðja við skólanámskrá og sérstöðu hvers skóla. Við afgreiðslu er m.a. horft til tengingar við fræðasamfélagið og samstarfs milli skóla og skólastiga.

ATH umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með mánudags 13. febrúar.  Umsóknum verður
svarað fyrir 31. mars.
 

Nánari upplýsingar um reglur áherslur sjóðsins má finna á vef þróunarsjóðs leik- og grunnskóla Garðabæjar á gardabaer.is

Frekari upplýsingar veitir Edda Björg Sigurðardóttir, grunn- og tónlistarskólafulltrúi í s. 525 8500