6. feb. 2015

Þróunarsjóður grunnskóla – nýbreytni í skólastarfi

Skólar í Garðabæ geta nú í fyrsta sinn sótt um sérstakan styrk til skólaþróunar í Þróunarsjóð grunnskóla í Garðabæ. Skólanefnd grunnskóla hefur unnið reglur fyrir sjóðinn sem bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum 5. febrúar. Sjóðurinn hefur til umráða 25 milljónir á árinu 2015, en grunnskólar í bænum geta sótt um í sjóðinn til 1. mars og aftur í haust.
  • Séð yfir Garðabæ

Skólar í Garðabæ geta nú í fyrsta sinn sótt um sérstakan styrk til skólaþróunar í Þróunarsjóð grunnskóla í Garðabæ. Skólanefnd grunnskóla hefur unnið reglur fyrir sjóðinn sem bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum 5. febrúar. Sjóðurinn hefur til umráða 25 milljónir á árinu 2015, en grunnskólar í bænum geta sótt um í sjóðinn til 1. mars og aftur í haust.

Markmið með Þróunarsjóði grunnskóla er að stuðla að framþróun og öflugu innra starfi skóla í Garðabæ. Við úthlutun úr sjóðnum er á þessu ári einkum lögð áhersla á fimm þætti sem eru; efling læsis, fjölbreyttir og einstaklingsmiðaðir kennsluhættir, samvinna milli skóla og skólastiga, innra mat skóla, og félagsfærni og vellíðan nemenda.  Auk þessara þátta er grunnskólum í Garðabæ frjálst að sækja um önnur verkefni sem stuðla að sérstöðu og sjálfstæði grunnskóla í bænum.

Sjá einnig auglýsingu um Þróunarsjóð grunnskóla í Garðabæ.