Leikskólastig: Sköpun

Vísindi í leikskólastarfi - Íslenska Læsi Sköpun Stærðfræði Upplýsinga og tæknimennt

Leikskólinn Akrar (2016)

Markmið:

Að safna fjölbreyttum efnivið í vísindastundir og gera hann aðgengilegan fyrir kennslustundir. Að vekja áhuga og forvitni barna á vísindum og einnig hvetja til rannsókna og kannana. Unnið er með námsathafnir frá sjónarmiði barna í formi leiks sem fela í sér tilraunir og rannsóknir á sviði raunvísinda s.s. eðlis-, efna- og stjörnufræði. Áhersla er lögð á að leikirnir séu málörvandi, þ.e. að börnin læri ný orð og hugtök sem ekki koma fyrir í hversdagslegum samræðum, en geti nýtt sér á efri stigum skólakerfisins.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Sögupokar - Læsi Samskipti og félagsfærni Sköpun Stærðfræði

Leikskólinn Akrar (2015)

Markmið:

Að útbúa heildstætt málörvunarefni fyrir börn á leikskólaaldri þar sem unnið er með læsi í víðum skilningi. Verkefnið ýtir undir ímyndunarafl, örvar lesskilning og lestrarupplifun barnanna. Einnig er markmið verkefnisins að kenna/leiðbeina starfsfólki á Ökrum hvernig best er að nota þessa aðferð og gera samveru- og sögustundir að spennandi og lærdómsríkum stundum.

Lokaskýrsla í pdf-skjali

Listaflétta - Heilbrigði og velferð List– og verkgreinar Samskipti og félagsfærni Sköpun

Leikskólinn Bæjarból (2015)

Markmið:

Efla starfsmenn og börn í tónlist og dansi á Bæjarbóli. Að starfsmenn verði öryggir í að nýta sér hljóðfæri í söng og dans með börnunum. Að starfsmenn eflist í að kenna börnunum einfalda og skemmtilega dansa þannig að allir fái tækifæri til að hreyfa sig á jákvæðan hátt. Verkefnið var tengt þemaverkefni leikskólans um lífsleikni, þar sem áherslan er líkamsvitund, listir og samvinna. Kveikjan að verkefninu var að Bæjarból á tónlistarvagn og margir starfsmenn voru smeykir að nota vagninn og vildum við koma honum betur í gagnið.

Lokaskýrsla í pdf-skjali