Skipulag í kynningu

Hér má nálgast þau skipulagsmál sem eru í kynningu hjá Garðabæ. Hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér málin.

Athugasemdum eða ábendingum við kynntar tillögur skal skila skriflega til tækni- og umhverfissviðs Garðabæjar, Garðatorgi 7, eða með tölvupósti á skipulag@gardabaer.is fyrir lok þess dags sem gefinn er upp hverju sinni.


Vetrarmýri -breyting á deiliskipulagi

7.2.2023

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vetrarmýrar.

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu deiliskipulags Vetrarmýrar í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, sbr. 1. mgr. 41. gr. sömu laga tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vetrarmýrar.

Tillagan gerir ráð fyrir því að:

  • Byggingarreitur kjallara að Vetrarbraut 2-4 er stækkaður.
  • Krafa um inndregna byggingarreiti breytist til aðlögunar á landhalla.
  • Hluti efstu hæðar fjölbýlishúsa í Vetrarmýri geta náð út að úthlið byggingar á nokkrum stöðum þó svo að hún sé inndregin.
  • Svalir í fjölbýlishúsum í Vetrarmýri mega fara 1 metra út fyrir byggingarreit í stað 0,6 m. Uppgefnir fermetrar í stærðartöflum fjölbýlishúsa í Vetrarmýri eiga eingöngu við A-rými skv. skráningartöflu.
  • Í greinargerð deiliskipulags Vetrarmýrar verði að ákvæði í kafla 2.6.4. um bílastæði að miðað sé við birta stærð íbúðar ofanjarðar eins og hún er skráð í skráningartöflu.

Tillögurnar eru aðgengilegar hér á vef Garðabæjar og í þjónustuveri. Þeir sem telja sig eiga hagsmuni að gæta er gefinn kostur á að senda inn skriflegar athugasemdir til og með 21. mars 2023, annað hvort á netfangið skipulag@gardabaer.is eða á bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.